Minnis hvað??

"Á minnisblaði".....

yellowstickerMaður heyrir þetta alveg reglulega í fréttum en hvað er málið með þessi minnisblöð? Það eru alveg ótrúlegustu hlutir sem finnast á þessum minnisblöðum og oftast nær einhver trúnaðargögn sem enginn átti að fá að sjá.
Það sem mér þætti gaman að vita er hvort þetta séu svona "yellow stickers" sem yfirmenn þjóðarinnar og fyrirtækja skrifa á í hita leiksins og skilja svo bara eftir í ruslinu eða á borðinu í kaffistofunni.

Ef að Zedith væri bankastjóri seðlabankans mundi hann alls ekki skrifa neitt á "minnisblað"...hafa þessir menn ekki heyrt talað um Notepad eða bara Microsoft Office? ;)

 

Zedith out....


mbl.is Lán hefði dugað í þrjá mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Wiki (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 08:05

2 identicon

Þarríkissjóður þá ekki að leggja peninga í Glitni eftir þrjá mánuði af því að þeir keyptu Glitni ????  Hvað verður þá raunverulegt kaupverð ef aftur þarf að setja peninga í þetta eftir þrjá mánuði ?

Hugsi... (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 08:11

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þeir gátu skrifað minnisblað um þetta, en ekki tilboðið í Glitni! Hverskonar fásinna er það að menn geri eingöngu munnlegt tilboð í viðskipti upp á 84 milljarða af almannafé. Peningar sem börnin okkar munu þurfa að borga, fyrir hönd fimm manna fjölskyldu gerir þetta 1.4 milljónir króna, plús vextir og verðbætur um alla eilífð! Persónulega hefði ég getað fundið betri not fyrir slíkar fjárhæðir sjálfur, t.d. að lækka skuldir heimilisins, en nei það er bara einn valkostur í boði, "take it or leave it" eins og kom fram í gær í einu fjölmiðlaviðtalinu. Þetta er valdníðsla og ekkert annað, ef Seðlabankinn taldi það ekki borga sig að hjálpa Glitni hefði að sjálfsögðu átt að láta hann rúlla, eða eru bankar allt í einu ekki fyrirtæki, eru þeir hafnir yfir lög um gjaldþrot í viðskiptum?

Komum öll á Austurvöll eftir hádegi í dag, mætum þessum mönnum á þeirra heimavelli og sýnum þeim viljann í verki. Tonn af fiðri og þúsund lítra af tjöru takk!

Guðmundur Ásgeirsson, 1.10.2008 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband